Umfjöllun um internetið á íslensku

Íslenskan er greinilega enn að fóta sig á internetinu, því enn virðist vera nauðsynlegt að setja ensk orð í sviga á eftir íslenskum orðum og kynna lesandanum hina „svokölluðu“ eða „svonefndu“ tækni, eins og sést í þessari frétt:

„Samkvæmt tölum frá sænsku Hagstofunni hafa um 8% allra Svía dreift skrám með svokallaðri deilitækni (e. peer-to-peer sharing).

Skráarskiptinetsíðan The Pirate Bay, sem veitir aðgang að svonefndum „torrents“ eða skráarskiptahugbúnaði sem gerir notendum kleift að deila með sér stórum skrám með skjótum hætti, er staðsett í Svíþjóð.“

En hvað getum við kallað hina svonefndu torrenta? Er kannski í lagi að tala einfaldlega um torrenta? Það er líklega full mikil sletta fyrir marga, og þótt tæknin byggi á forritinu BitTorrent og vísi þar með í vöruheiti, sem væru rök fyrir því að nota enska orðið, er það nú notað sem samheiti fyrir þessa tegund skráa, enda oftast skrifað með litlum staf.

Straumur, flaumur og flóð eru á meðal orðabókarskilgreininga fyrir torrent. Straumskrár hljómar ekki svo illa og nær merkingunni að vissu leyti; vísar í óheft gagnastreymi á milli notenda, en líkist ef til vill orði yfir straumspilunarskrá, þ.e. skrá með margmiðlunarefni sem er straumspiluð af netinu. Það hljómar aftur á móti kjánalega að tala um flaum- eða flóðskrár, það myndi aldrei festa sig í sessi. Svo er einfaldlega hægt að tala um torrenta sem deiliskrár.

Veit einhver um aðrar þýðingar á torrent?

 

ÞE 


mbl.is Ný löggjöf dró úr netumferð í Svíþjóð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband